Allir nemendur
Velkomin í skólann. Námsþing BHS er sá vettvangur þar sem stór hluti náms og kennslu fer fram, jafnt í dagskóla sem dreifnámi. Allir nemendur og kennarar skólans hafa aðgang að þinginu.
Aðgangsorð eru þau sömu og inn á tölvukerfi skólans og eru þau sömu og á síðustu önn – upplýsingar þessa efnis fá nýnemar sendar í byrjun annar á þau tölvupóstföng sem þeir skráðu við umsókn um skólavist.
Hafi nemar glatað aðgangsorðum sínum geta þeir snúið sér til skrifstofunnar. Nánari leiðbeiningar eru á heimasíðu BHS (leiðbeiningar).
Innritunarlykla í áfangana fá nemendur hjá viðkomandi kennurum.
Skipulagstjórn námsþings BHS