framhaldsskFramhaldsskólabraut

Meginverkefni almennra námsbrauta er að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám í framhaldsskóla og lífið almennt samkvæmt námsskrá.

Nemendum er sem fyrst boðið upp á einingabæra námsáfanga framhaldsskólans og einnig er lögð áhersla á að hjálpa nemendum sem halda ekki áfram námi að öðlast ásættanleg skólalok.

Framhaldsskólabraut 1

Framhaldsskólabraut 1 er ætluð nemendum sem voru undir 5 í tveimur eða fleiri greinum á lokaprófi grunnskóla.

Framhaldsskólabraut 2

Framhaldsskólabraut 2 er ætluð nemendum sem voru undir 5 í einni grein á lokaprófi grunnskóla.

Meginviðmið brautanna er að nemendur eru hvattir til að temja sér sjálfsaga, reglusemi  og sjálfstæð vinnubrögð. Reynt er að hafa námsumhverfi nemenda þannig að sjálfstraust þeirra eflist, þeir sjái árangur og þar með aukist áhugi þeirra á frekara námi. Starfsmarkmið brautanna er að nemendur finni að þeir hafa náð árangri í námi eða persónulegum framförum og að draga fram og ýta undir styrkleika hvers nemanda.

Sérstaða framhaldsskólabrauta er bekkjarkerfi, tvær annir í senn og fjórar tarnir.  Þannig er námið bútað niður í styttri námseiningar. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og lögð er áhersla á að námsefnið sé aðgengilegt fyrir hópinn og við hæfi hvers og eins. Umsjónakennarar og stoðdeildir skólans hafa með sér náið samstarf.