sernamSérnámsbraut

Námið er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla. Æskilegt er að þeir hafi náð nokkru valdi á frumatriðum í lestri og ritun og geti verið nokkuð sjálfbjarga í skólanum utan kennslustunda, s.s. farið á milli kennslustofa og í matsal.

Boðið er upp á fjögurra ára nám þar sem á fyrsta og öðru ári er lögð áhersla á að viðhalda og bæta við þá færni og þekkingu sem fyrir er, en á þriðja og fjórða ári er lögð áhersla á tengingu við atvinnulífið þar sem nemendur fara í starfskynningar og starfsþjálfun.