Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Bóklegir tímar eru að mestu leiti í fyrirlestrarformi þar sem að tekin eru fyrir efnisatriði eins og þroskaþættir með áherslu á hreyfi-og líkamsþroska hjá börnum á leik-og grunnskólaaldri, áherslur í hreyfinámi og mikilvægi þess, þroskapróf, áætlanagerð og sérkennsla í íþróttum.
Einnig er komið inn á verklegar kennslustundir. Þar eru tekin fyrir efnisatriði eins og skipulagning hreyfinámsstundar, möguleikar á fjölbreyttu hreyfinámi út í frá aðstæðum/umhverfi, notkun hinna ýmsu áhalda og innsýn í hvaða leikir og þjálfun henta fyrir mismunandi aldursskeið.