listnamListnámsbraut

dreifnamDreifnám

 

Á listnámsbraut er boðið upp á fjölbreytt nám til að mæta vaxandi þörf fyrir menntun á sviði nýmiðla og upplýsingatækni. Nám á þessu sviði hófst í Borgarholtsskóla haustið 1999.

Í upphafi námsins er áhersla lögð á grundvallaratriði í miðlun myndrænna upplýsinga með þjálfun í hefðbundnum myndlistargreinum á borð við teikningu, formfræði og litafræði. Um leið er byrjað að kenna undirstöðuatriði myndvinnslu, vefsíðugerðar, leiklistar, grafískrar hönnunar og kvikmyndunar.   Jafnframt læra nemendur að skoða og skilgreina miðlun, menningu og listir í víðtæku samhengi en náminu lýkur með sérhæfingu á sviði  prent- og skjámiðlunr eða fjölmiðlatækni. Á öllum stigum námsins er áhersla lögð á skapandi starf, gagnrýna hugsun, verkefnavinnu og hópvinnu.

Dagskóli

Sameiginlegur bóknámskjarni 70 einingar

  • Íslenska 20 ein.
  • Enska 15 ein.
  • Stærðfræði 10 ein.
  • Danska 10 ein.
  • Listasaga 5 ein
  • Fjölmiðlafræði 5 ein
  • Íþróttir 5 ein

Alls: 70 ein.

Sameiginlegur brautarkjarni 65 einingar

Sameiginlegir áfangar listnámsbrautar eru listir og menning, teikning, vefsmíði, skapandi nám og starf,  fræði skynjunar, túlkunar og miðlunar, lita- og formfræði, kvikmyndun, leiklist, samtímamenning, grafísk hönnun, ljósmyndun, nýsköpunar og frumkvöðlafræði og miðlunarfræði.

Kjörsvið 55 einingar

Kjörsviðsáfangar á sviði kvikmyndagerðar, grafískrar hönnun eða leiklistar fela í sér sérhæfingu á viðkomandi sviði. Nemendur fá kennslu í helstu sérhæfðum vinnslu- og starfsaðferðum greinarinnar og fá tækifæri til að vinna að viðamikil lokaverkefni í tengslum við sitt kjörsvið.

Frjálst val 10 einingar

Á námsferlinum býðst nemendum að stunda nám áföngum utan sem innan brautar að eigin vali. Gert er ráð fyrir að nemandi ljúki a.m.k. 10 einingum í frjálsu vali til stúdentsprófs.

GRAFÍSK HÖNNUN

Sérhæfðir áfangar í grafískri hönnun miða að því að gera nemendur hæfa til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði grafískrar hönnunar. Veitt er þjálfun í hugmynda- og skissuvinnu og nauðsynlegri tækni til að útfæra hugmyndir og fullvinna verk fyrir prent- og skjámiðla. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í ljósmyndun, myndvinnslu, umbroti, vefsíðuhönnun, auglýsingahönnun og leturfræði. Sérhæfðir fræðilegir áfangar gefa nemendum yfirlit yfir sögu, inntak og lykilhugtök grafískrar hönnunar.  Skipulag brautar.

KVIKMYNDAGERÐ

Sérhæfðir áfangar í kvikmyndagerð miða að því að gera nemendur hæfa til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði kvikmyndagerðar. Veitt er þjálfun í hugmynda- og handritsgerð, upptökum, klippingu og eftirvinnslu kvikmynda. Auk undirstöðuatriða í þessum þáttum fá nemendur þjálfun í heimildamyndagerð, útsendingum úr stúdíói og kvikmyndun á vettvangi. Sérhæfðir fræðilegir áfangar gefa nemendum yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð, inntak hennar og lykilhugtök. Skipulag brautar (pdf).

LEIKLIST

Sérhæfðir áfangar í leiklist miða að þvi að gera nemendur hæfa til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði leiklistar. Veitt er þjálfun í raddbeitingu, sviðshreyfingum ásamt leiktækni á sviði og fyrir kvikmyndir. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í fjölbreyttum þáttum sviðsetningar, leikgerðar, lýsingar, sviðsmuna, búningahönnunar, leikmyndagerðar og hljóðvinnslu. Sérhæfðir fræðilegir áfangar gefa nemendum yfirlit yfir faglegan og sögulegan grunn til sköpunar og rannsókna við uppsetningu sviðsverka. Skipulag brautar (pdf).

DREIFNÁM - HAGNÝT MARGMIÐLUN

Borgarholtsskóli býður upp á metnaðarfullt dreifnám í margmiðlun sem er sérsniðið að þörfum þeirra sem eru í vinnu eða öðru námi. Námið nýtist öllum sem vilja ná tökum á upplýsingatækninni til marksækinnar miðlunar. Ekki síst er námið gagnlegt kennurum, fjölmiðlafólki, myndlistarmönnum, kynningarfulltrúum, starfsmönnum upplýsingamiðstöðva á borð við bókasöfn og þeim sem vinna við upplýsingamiðlun á vegum stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka. Fyrir þá sem lokið hafa framhalds- eða háskólanámi er námið vel til þess fallið að auka færni í starfi eða auka starfsmöguleika. Námið er á 4. þrepi sem gerir háskólum mögulegt að meta námið til háskólaeininga (ECTS-eininga) en það er þó alfarið komið undir viðkomandi háskólastofnun komið. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun. Sjá nánar.