Áfanginn er verkstæði þar sem nemendur þjálfast í að nýta sér þann grunn sem þeir hafa aflað sér og sjálfstætt framhald af kvikmyndun á vettvangi UMB2A05. Lögð verur aðaláhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og þjálfun í ýmsum hlutverkum og störfum kvikmyndagerðar í krefjandi aðstæðum. Nemendur velja viðfangsefni í samvinnu við kennara og lögð er áhersla á vinnu á vettvangi í samstarfi við aðila og stofnanir utan skóla. Nemendur halda nákvæma ferilbók um framlegð og læra að skrá, meta og lýsa eigin framlegð. Nemendur verða í samvinnu við nemendur í grafískri hönnun og í leiklist eftir því sem tilefni gefast til og verkefni bjóða uppá. Lögð er áhersla rýni, tilraunir og samvinnu.