Fjallað verður um mismunandi hugmyndafræði sem uppeldi byggist á ásamt hlutverki og markmiði ýmissa uppeldis- og menntastofnanna á Íslandi. Umfjöllun um lagaleg réttindi barna. Skoðaðar verða valdar rannsóknir um uppeldisaðferðir og áhrif þeirra á einstaklinginn og mótun hans. Sérstaka umfjöllun fá eftirfarandi áhrifaþættir í lífi barna: kynhlutverk, viðbrögð við áföllum, s.s. sorg, skilnaði, einelti og ofbeldi.  Nemendur vinna ýmis verkefni með það að markmiði að tengja saman fag og fræði til að skilja og skilgreina mismunandi hugmyndir um uppeldi barna og unglinga í nútíma samfélagi.  Kennsla fer fram í formi fyrirlestra kennara, hópverkefna í kennslustundum og utan þeirra, einstaklingsverkefnum og nemendafyrirlestrum.

Í áfanganum kynnast nemendur muninum á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum og vinna að tveimur litlum rannsóknarverkefnum eða þemum sem tengjast uppeldisaðstæðum íslenskra barna.  Viðfangsefni geta t.d. verið fötluð börn, barnaefni í fjölmiðlum, tómstundir ungra barna, listir og menning, kynbundinn munur. Nemendur munu setja fram hugmyndir að viðfangsefnum þannig að áhugi stýri vali þeirra. Áhersla er lögð á leiðsögn við meðferð og úrvinnslu gagna sem nemendur afla.  Nemendur velja þann tjáningarmáta sem þeim þykir henta best til að sýna hæfni sína