Nemendur kunni skil á vinnsluhætti rennibekkja (bor- og fræsivéla) og hafi fullkomið vald á öryggismálum og umhirðu spóntökuvéla. Nemendur öðlast nægilega færni til að leysa einföld verkefni í rennibekk innan 0,1 mm málvika.

Nemendur læra að finna réttar deilingar í deildir, reikna strýtur og einfaldan vinnslutíma og finna færslur samkvæmt töflum. Nemendur læra að gera verkáætlanir og vinna eftir eigin verkáætlun við lausn verka innan 0,05 mm málvika.

Hérna er búið að sameina þá áfanga sem tilheyra framhaldsrennismíði.  Þeir áfangar heita REN3A05, REN3B05, REN3C05 og REN3D05.