Nýsköpun 2 NÝS2B02 (Óttar)

Í þessum áfanga er gerð grein fyrir grunninntaki lífeðlisfræðinnar og fjallað almennt um líkamsstarfsemi lífvera með megináherslu á lífeðlisfræði mannslíkamans. Skoðuð er starfsemi frumna og frumulíffæra. Fjallað er um boðflutning um bæði hormónakerfið og taugakerfið sem og blóðrás, varnarkefri, úrgangslosunarkerfi, næringarnám og melting. Farið er í stoðkerfi og hreyfingu, skynjun, æxlun og fósturþroska. Fjallað er um hvert líffærakierfi fyrir sig með megináherslu á byggingu þeirra og virkni í mannslíkamanum. Fjallað er um heilbrigða starfsemi líkamans sem og algeng frávik eða sjúkdóma. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á starfsemi eigin líkama og geti tekið frekari ábyrgð á lifnaðarháttum sínum og viðhaldið heilbrigði sínu. Einnig að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í lífeðlisfræði og skyldum greinum.

Í þessum áfanga fer fram kynning á jarðfræði sem vísindagrein, stiklað er á þróun hugmynda innan hennar, fjallað um tengsl við aðrar vísindagreinar og notagildi með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Fjallað er almennt um aldur og upprunna jarðar, byggingu hennar og lagskiptingu . Fjallað er ítarlega um landrek og flekakenninguna og orkugjafa útrænna jafnt sem innrænna afla. Fjallað er um eðli eld- og skjálftavirkni á Íslandi sem og flokkun og dreifingu eldfjalla. Ítarlega er fjallað um niðurbrot lands (veðrun) og flutning sets (rof) frá veðrunarstað að setmyndunarstað. Greint er frá myndun og flokkun jökla og flokkun íslenskra fallvatna

Í áfanganum er fjallað um íslensku ráðleggingarnar frá Lýðheislustöð og hvernig hægt er að haga mataræði í samræmi við þau. Fjallað er um orkuefnin, steinefni, snefilefni og vítamín. Farið er yfir alla matvælaflokkana með tilliti til næringargildis og uppbyggingar hollra máltíða. Nemendur reikna út næringargildi eigin mataræðis, æfa sig í að byggja upp hollar máltíðir og reikna út næringargildi þeirra. Næringarforrit eru notuð til útreikninga. Kynnt eru lög og reglugerðir um aukefni og vörumerkingar matvæla og nemendur þjálfaðir í að lesa innihaldslýsingar þeirra.
Fjallað er um næringarþarfir fólks á ýmsum aldursskeiðum. Mataræði sjúklinga á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og í heimahúsum er tekið fyrir. Fjallað er um allar helstu gerðir af sérfæði og forsendur fyrir því.