Auðkenning

Lýsing

Í áfanganum læra nemendur grundvallaratriði auðkenningar og fá þjálfun í aðferðum við auðkenninu fyrirtækja, vara, félaga og stofnana. Byrjað er á að hanna grafískt merki sem endurspeglar starfsemina með því að gera bakgrunnsrannsókn á eðli hennar, ímynd og markaðsstöðu. Því næst er skoðað hvernig hægt er nýta merkið og styðja notkun þess á í ólíkum miðlum með því að búa til heildstætt auðkenningarkerfi sem miðar að því að starfsemin skeri sig úr. Auk athugana á raunverulegum dæmum um auðkenningu vinna nemendur að sjálfstæðum einstaklingsverkefnum sem miða að þjálfun á þessu sviði.