Tilraunir í myndlist. Í áfanganum kynnast nemendur hugmyndafræði og vinnuaðferðum skapandi myndlistar. Verkefnin verða einstaklingsmiðuð og unnin undir leiðsögn kennara.

Í áfanganum læra nemendur að búa til gagnvirkt margmiðlunarkerfi. Nemendur læra á vefhönnunarforrit og áhersla er á myndræna framsettningu, myndbyggingu og læsileika. Efniviður vinnunnar eru þeir sjálfir og nánasta samfélag sem þeir greina út frá sínum eigin forsendum. Niðurstöðu þessarar greiningar túlka þeir síðan á einföldu gagnvirku formi. Áfanginn byggist að mestu á verkefnisvinnu ("prójekt"- vinnu) þar sem nemendur vinna bæði einir og í litlum hópum.

Í áfanganum læra nemendur að taka ljósmyndir, vinna þær í tölvu og ganga frá þeim til birtingar. Mikil áhersla er lögð á meðvitund nemenda um inntak og uppbyggingu ljósmynda og ljósmyndaraða.

ÁFANGALÝSING

Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum stafrænnar ljósmyndunar til að tjá hugmynd sína og tilfinningu fyrir umheiminum. Taka ljósmyndir, vinna þær í tölvu og ganga frá þeim til birtingar. Mikil áhersla er lögð á meðvitund nemenda um inntak og uppbyggingu bæði innan einstakra mynda og í samhengi innan myndraða. Hér eru nemendur hvattir til að skoða vel þá sýn sem myndir þeirra birta af umheiminum.