boknamBóknámsbrautir

felagsgrFélagsgreinabraut

malabrMálabraut

raungreinabrNáttúrufræðibraut

Viðskipta- og bahagfræðibraut

 

 

Bóknámsbrautir skólans eru fjórar, félagsgreinabraut, málabraut, náttúrufræðibraut og viðskipta- og hagfræðibraut og eru þær allar til stúdentsprófs. Þessar brautir nýtast allar vel sem grunnur fyrir frekari skólagöngu. Að auki er boðið upp á viðbótarnám til stúdentsprófs. Það nám er ætlað þeim nemendum sem lokið hafa starfsnámi.

Heildareiningafjöldi bóknámsbrautanna eru 140 einingar sem skiptast í kjarna (98 einingar), kjörsvið (30 einingar) og frjálst val (12 einingar). Kjarnafögin eru skyldufög brautanna og nauðsynlegur grunnur fyrir nemendur. Kjörsvið felur aftur á móti í sér sérhæfingu á viðkomandi braut og miðast oft við hæfileika nemenda og þær inntökukröfur sem viðtökuskóli setur. Heildarfjöldi eininga í áfangaröð á kjörsviði verður að vera a.m.k. 9 einingar (þar með taldar einingar í kjarna). Kjörsviðsgreinar brautanna  verða að vera a.m.k. þrjár og geta nemendur jafnframt tekið allt að 12 einingar af kjörsviði annarra brauta. Það gefur nemendum möguleika á enn meiri námsbreidd. Frjálsa val brautanna gefur nemendum aftur á móti möguleika á að kynna sér aðrar greinar sem tilheyra ekki þeirri braut sem þeir eru á eða til þess að bæta enn frekar við sig þeim áföngum sem tilheyra þeirri braut sem þeir eru á.

Afreksíþróttasvið

Afreksíþróttasvið í knattspyrnu, körfuknattleik og golfi er í boði fyrir afreksíþróttanemendur skólans. Þessir nemendur stunda íþrótt sína með afreksmannaálagi samhliða bóknámi. Nemendur fá fjórar námseiningar á önn sem íþrótta- og valeiningar. Kennsluaðstaðan er frábær: Egilshöll - Íþróttahús Fjölnis - Korpúlfsstaðir - Básar.  

Félagsgreinabraut

Félagsfræðabraut er góður grunnur fyrir frekara nám í félagsvísindum. Á kjörsviði brautarinnar stendur nemendum til boða að sérhæfa sig í greinum á sviði félagsfræði, sálfræði, sögu, stærðfræði, hagfræði og íslensku. Nemendur kynnast ýmsum starfssviðum félagsvísinda.

Málabraut

Málabraut er góður grunnur fyrir frekara nám í tungumálum. Á kjörsviði brautarinnar stendur nemendum til boða að sérhæfa sig í dönsku, ensku, frönsku, íslensku, þýsku og stærðfræði. Nemendum brautarinnar stendur til boða að fara erlendis með tungumálakennurum skólans. Að loknu námi ættu nemendur að vera færir um að takast á við margvíslegt nám á háskólastigi og ýmis störf í atvinnulífinu sem krefjast góðrar leikni í tungumálum. 

Náttúrufræðibraut

Náttúrufræðibraut er góður grunnur fyrir frekara nám í raunvísindum. Á kjörsviði brautarinnar stendur nemendum til boða að sérhæfa sig í eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði, stærðfræði og tölvufræði. Með námi á þessari braut fá nemendur undirstöðuþekkingu í raunvísindum og þjálfun í að beita stærðfræði í náttúruvísindum. Brautin er um leið heppilegur undirbúningur fyrir margvíslegt háskólanám svo sem verkfræði, raunvísindi og hagfræði. Lögð er sérstök áhersla á verklega kennslu og umhverfismál. 

Viðskipta- og hagfræðibraut

Viðskipta- og hagfræðibraut býr nemendur undir frekara nám á sviði viðskipta og hagfræði. Á kjörsviði brautarinnar eru viðskiptafræði, hagfræði, bókfærsla, tölvufræði og stærðfræði. Nemendur kynnast meðal annars starfssviðum viðskiptalífsins og fræðilegum röksemdum hagfræðinnar. Náminu er ætlað að gefa innsýn í gangverk efnahagslífsins svo nemendur skilji betur hvernig nútímaþjóðfélög virka.

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Nemendur sem ljúka skilgreindu starfsnámi á framhaldsskólastigi eða námi á listnámsbrautum eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings náms á háskólastigi samkvæmt reglum menntamálaráðuneytisins. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi. Viðbótarnámið geta nemendur að hluta til skipulagt sjálfir en þurfa að hafa samráð við náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra og mikilvægt er að þeir sem stefna að inngöngu í tiltekinn skóla á háskólastigi afli sér upplýsinga um þær kröfur sem þar eru gerðar um undirbúning. Einnig er mögulegt að meta fyrra nám til allt að 12 eininga á kjörsviði hefðbundinna bóknámsbrauta auk 12 eininga í frjálsu vali. Slíkt nám getur því skilað allt að 24 einingum af námi til hefðbundins stúdentsprófs.