Nemendur læra undirstöðuatriði heimildamyndagerðar, allt frá hugmynd að fullkláraðri mynd. Farið verður í alla þætti heimildamyndagerðar. 


Í áfanganum kynnast nemendur starfi kennara í grunnskólanum. Fjallað er um undirbúning kennslustunda, helstu kennsluaðferðir, leiðir til að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi í kennslustofunni, algengustu kennslugögn og kennslutæki, námsmat og umsagnir. Nemendur læra jafnframt um markmiðssetningu, skipulag kennslu, aga og foreldrasamstarf. Kennslan byggist á umræðum og verkefnum.

Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum kvikmyndagerðar til að tjá hugmyndir sínar og tilfinningu fyrir umheiminum. Þeir læra aðferðir við framleiðslu stuttmyndar: hugmyndavinnu, undirbúning kvikmyndatöku, notkun upptökuvéla, klippiforrita, klippingu, titlagerð og einfalda litgreiningu við lokafrágang til sýningar.

Lokaáfangi í kvikmyndagerð samsettur úr áfögum KVI3B05, KVI3C05, VEK3B05 og KVI3E02.