Í áfanganum kynnast nemendur starfi kennara í grunnskólanum. Fjallað er um undirbúning kennslustunda, helstu kennsluaðferðir, leiðir til að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi í kennslustofunni, algengustu kennslugögn og kennslutæki, námsmat og umsagnir. Nemendur læra jafnframt um markmiðssetningu, skipulag kennslu, aga og foreldrasamstarf. Kennslan byggist á umræðum og verkefnum.

Nemendur læra að beita aðferðum kvikmyndunar til að tjá hugmynd sína og tilfinningu fyrir umheiminum. þeir læra grunn aðferðir við gerð stuttmyndar, frá hugmyndavinnu og handritagerð til klippingar og lokafrágangs.