Í áfanganum kynnast nemendur starfi kennara í grunnskólanum. Fjallað er um undirbúning kennslustunda, helstu kennsluaðferðir, leiðir til að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi í kennslustofunni, algengustu kennslugögn og kennslutæki, námsmat og umsagnir. Nemendur læra jafnframt um markmiðssetningu, skipulag kennslu, aga og foreldrasamstarf. Kennslan byggist á umræðum og verkefnum.