Fjallað er um hugtakið barnabókmenntir. Farið er í sögu íslenskra barna- og unglingabókmennta. Lesnar eru þjóðsögur og ævintýri, myndabækur og nokkrar barna- og unglingabækur, bæði íslenskar og þýddar. Menningarefni fyrir börn og unglinga er einnig skoðað og í öllum viðfangsefnum er lögð áhersla á greiningu, túlkun og sjálfstætt mat.