Farið er í grundvallaratriði atferlismótunar og sérstaklega er fjallað um grundvallarhugtök eins og virk skilyrðing, jákvæð og neikvæð styrking, refsingu og slokknun.Farið er í beitingu jákvæðrar styrkingar, markvissa hunsun, notkun áminninga, samningagerð við börn og unglinga, uppsetningu og hagnýtingu umbunarkerfa. Fjallað verður um AHA líkanið (aðdragandi-hegðun-afleiðing) og það notað í raunverulegum dæmum. Lagt er mikið upp frá því að nemendur tengi fræðin við vinnu og starf á vettvangi. Nemendur prófa að beita aðferðum atferlismótunar í starfi samhliða mælingum á árangri.

Lögð verður áhersla á almenna kynningu heimspekinnar sem fræðigreinar og á þjálfun nemenda í að beita aðferðum hennar í daglegu lífi. Þau vandamál sem heimspekingar hafa glímt við gegnum aldirnar verða kynnt til sögunnar og hugað að þeim lausnum sem hvað mesta athygli hafa vakið. Athugað verður hvort og þá hvernig heimspekileg rökræða getur hjálpað nútímamanninum að móta gildi og viðmið tilveru sinnar. Nemendur vinna fjölmörg hóp- og einstaklingsverkefni.