Markmið áfangans er að nemandinn þekki helstu einkenni í þróun siðferðisvitundar, sé fær um að tjá sig um siðferðislega ábyrgð í samskiptum fólks, einkum ábyrgð og skyldur þess fullorðna í samskiptum við börn, Þekki fordóma og hvernig þeir geta birst í daglegu starfi, temji sér virðingu gagnvart öllum einstaklingum óháð kynþætti, trúarbrögðum eða líkamlegu ásigkomulagi, sé fær um að ræða siðferðileg álitamál, m.a. í ljósi mismunandi gildismats, ekki þagnarskyldu jafnt og tilkynningaskyldu, ekki réttindi og skyldur út frá skólastarfi, s.s. hlutverk og ábyrgð leikskóla og grunnskóla í samfélaginu og hugmyndina að baki skólaskyldu, geri sér grein fyrir hvað mótar viðhorf manna og fyrir mismunandi gildismati fólks og öðlist öryggi í samskiptum sínum við börn og séu færari um að takast á við ólík samskipti sem fullorðni aðilinn og geri sér grein fyrir ábyrgð sinni sem slíkir

Áfanginn miðar að því að kenna grundvallaratriði grafískrar hönnunar fyrir prent- og skjámiðla með fjölbreyttum æfingum og verkefnum. Áhersla er lögð á að nemandinn þrói skýrar og merkingarbærar hugmyndir að verkum til útfærslu með athugunum, hugmyndavinnu og skissugerð. Sérstaklega er unnið með formræna þætti leturs, ólíkar leturgerðir og samspil og niðurröðun leturs og mynda á myndfletinum í þeim tilgangi að móta skýra merkingu og heildaráhrif. Umræður og greining á eigin verkum, verkum samnemenda og þekktra hönnuða skipa stóran sess í áfanganum.

Grafísk hönnun / 2. ár

Í áfanganum vinna nemendur sjáfstætt að verkefnum á nokkrum ólíkum á sviðum prenthönnunar.  

Þrír áfangar á lokaári í grafískri hönnun GRA3C05/GRA3B05/VEG3B05