Markmið áfangans er að nemendur kynnist ýmsum grunnatriðum í eðlisfræði.  Farið verður í útreikninga og mælinga í eðlisfræði, einfalda hreyfifræði, kraftfræði Newtons, skriðþunga, þrýsting, varðveislu orkunnar og ljósgeislafræði.   Gert er ráð fyrir þessari þekkingu í framhaldsáföngum í eðlisfræði.  Lausnir á dæmum og útreikningar sem tengjast eðlisfræði skipa stóran sess í áfanganum ásamt því að gerðar eru verklegar æfingar.

Í áfanganum er fjallað um atómið í framhaldi af NÁT 123. Áhersla er lögð á notkun lotukerfisins til að finna öreindafjölda atóma, rafeindaskipan og til að spá fyrir um gerðir efnatengja milli efnapara. Lagður er grunnur að skilningi á mólhugtakinu og notkun þess í tengslum við efnajöfnur og útreikninga.

Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða en í ENS 1A05. Lestur almennra og sérhæfðra texta sem ekki eru einfaldaðir. Unnið með orðabók þar sem það á við. Aukin áhersla á að nemendur tjái sig frjálst og óbundið. Markvissar hlustunaræfingar. Áhersla lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða með margvíslegum æfingum á öllum færnisviðum. Enskt talmál æft, m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni. Í skriflega þættinum er gerð krafa um flóknari setningaskipan, nákvæmari orðaforða og skipulegri framsetningu en í fyrri áfanga. Lesin eru menningarverk úr hinum enskumælandi menningarheimi. Ýmis önnur verkefni sem sameina eiga alla færniþætti tungumálsins og byggja upp almennan og sérhæfðan orðaforða eru unnin jafnt og þétt á önninni

Í þessum áfanga er lögð áhersla á auknar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemandans. Áfanginn er breytilegur frá ári til árs. Unnið er á fjölbreyttan hátt í áfanganum, s.s. skapandi skrif, bækur og kvikmyndir, bókmenntatímabil, verk eftir ákveðna höfunda, daglegt mál, útgáfa tímarits, gerð myndbanda, tónlist o.fl. Ekkert lokapróf er í áfanganum en námsmat byggist á símati í formi dagbókarskila, ýmissa verkefna og prófa á önninni.