Farið er yfir kúplingar, sérkenni þeirra og einstakra hluta. Fjallað er um aðferðir við að skoða, meta og prófa og kennd vinnubrögð við viðgerðir  og samsetningar kúplinga. Gírkassar og einstakir hlutar þeirra eru skoðaðir og metnir, teknir í sundur og settir saman. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér frá upphafi viðeigandi vinnubrögð við bilanagreiningar og viðgerðir, svo sem að afla sér upplýsinga í viðgerðabókum og nota sérverkfæri og léttibúnað.

Í áfanganum er farið yfir  gerð og virkni sjálfvirkra gírkassa og íhluta þeirra. Fjallað er um reglubundið viðhald, ástandsskoðun og prófanir og mat á ástandi íhluta. Þá er fjallað um hættur þegar unnið er undir ökutæki, meðhöndlun þungra hluta og skaðsemi olíu. Sérstök áhersla er lögð á hreinlæti og nákvæmni í vinnu við vökvakerfi.

Farið er yfir vélfræði brunahreyfla og flokkun þeirra eftir ýmsum viðmiðunum: vinnureglu, gasreglu, ventlatíma, vélareikningi, efnasamsetningu afgass, byggingarlagi hreyfla og vélahluta. Áhersla er lögð á strokkstykki, strokklok, sveifarbúnað, þ.m.t. stimpla, ventlabúnað, kælikerfi og smurkerfi. Farið er yfir þéttingar hreyfla og skrúffestingar. Áhersla er lögð á hreinlæti í umgengni og meðhöndlun véla og vélahluta og nákvæmni í skoðun og mælingum á ástandi hreyfils og íhlutum hans.

Farið yfir vetnisknúin ökutæki í heild sinni. Gerður samanburður á

mengunarþáttum annarra eldsneytisefna og vetnis. Skoðaðir helstu

þættir sem valda gróðurhúsaáhrifum og hlýnun jarðar.Kynnt framleiðsla vetnis til notkunar í ökutækjum. Farið yfir virkni vetnisknúinna ökutækjaí heild, virkni vetnisrafala og hvernig þeir vinna rafmagn til hleðslu rafgeyma. Farið yfir þær hættur sem stafa af háspennu úr rafgeymasamstæðum,

meðhöndlun, viðhald og þjónustu ýmissa íhluta búnaðar.

 

Farið yfir hugmyndafræði, upphaf blendingsbifreiða og gildi þeirra fyrir orkusparnað.
Skoðuð yfir kerfisuppbygging blendingsbifreiða. Farið yfir virkni helstu íhluta rafbúnaðar og hvernig þeir eru frábrugðnir öðrum ökutækjum. Farið yfir uppbyggingu og virkni rafgeyma, hvernig búnaðurinn starfar með Atkinson hreyfli. Vinnubrögð við mælingar með bilanagreini og mat íhluta. Gerðar mælingar á afgasi hreyfils og gerðir útreikningar á losun mengandi efna. Lögð áhersla á öryggi og

Farið yfir ýmsar gerðir rafhreyfla sem notaðir eru í rafbifreiðum. Farið yfir
uppbyggingu rafhreyfla. Farið yfir gerð og uppsetningu stýrikerfa fyrir
rafbifreiðar. Yfirlit yfir hlutverk íhluta og prófanir þeirra. Nemendur vinna
við mat og prófun, helstu hluta rafbúnaðar. Skoðuð ýmis atriði sem tengjast
orkunýtni og áhersla lögð á útreikninga og stærðagildi í r afbifreiðum við
ýmsar aðstæður. Farið er yfir áhrif mengunar, með hliðsjón af
gróðurhúsaáhrifum. Áhersla á meðferð mæli- og prófunartækja.

Farið yfir ýmsan rafeindabúnað í ökutækjum með áherslu á algeng hreyfilstjórnkerfi. Farið yfir gerð sannindatöflu og umreikning milli talnakerfa. Leit að upplýsingum um viðfangsefni áfangans og lestur viðgerðarbóka. Farið yfir notkun og meðferð mæli- og prófunartækja. Gerðar tilraunir og æfingar  á verkefnabretti Toyota TEC. Æfingar í skoðun, prófun og greiningu á ástandi hreyfla með rafeindastýrð stjórn- og eftirlitskerfi.

Farið yfir hugtökin kraftur og þyngd, eðli þeirra og áhrif í akstri ökutækja. Skoðaður ýmiss konar stýrisbúnaður og íhlutir, þ.e. stýrisvélar og stýrisliðir og farið yfir kröfur um ástand. Heilir ásar og sjálfstæð fjöðrun: gormar, blaðfjaðrir, vindustangir, loft- og vökvafjöðrun og höggdeyfar. Áhersla er lögð á hættur af umgengni við öryggis- og verndarbúnað með sprengihleðslu, s.s. púða í stýri og almenna ábyrgð viðgerðarmanna vegna umferðaröryggis.