þjónustaÞjónustubrautir

Í Borgarholtsskóla er boðið upp á starfsnám á nokkrum þjónustubrautum.

FÉLAGSLIÐABRAUT:
Ertu að leita að spennandi námi á framhaldsskólastigi? Finnst þér gaman að vinna með fólki? Áttu auðvelt með mannleg samskipti? Viltu stunda fjölbreytt nám í stuttan tíma í notalegu umhverfi? Ef svo er þá er félagsliðabraut góður kostur fyrir þig. Möguleiki er á að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs að loknu námi á félagsliðabraut.

Megintilgangur náms á félagsliðabraut er að veita undirstöðuþekkingu til að efla lífsgæði einstaklinga sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Þar má nefna aðstoð við og umönnun barna og unglinga í félagslegum vanda. Þjónusta við fatlaða einstaklinga, aldraða, einstaklinga með geðraskanir og aðra sjúkdóma.

Kennsla fer fram í dagskóla og dreifnámi.

VIÐBÓTARNÁM FYRIR FÉLAGSLIÐA
Í dreifnámi er í boði viðbótarnám fyrir félagsliða. Gerð er krafa um að nemendur hafi starfað í a.m.k. þrjú ár sem félagsliði eftir útskrift úr grunnámi félagsliða.

FÉLAGS- OG TÓMSTUNDANÁM
Viltu öðlast aukna þekkingu á vettvangi frítímans og því sem máli skiptir í tómstundastarfi barna, unglinga, fatlaðra einstaklinga og aldraðra? Helsta markmið námsins er að koma til móts við þá nemendur sem hafa áhuga á margs konar frístundastörfum fyrir almenning og að þeir öðlist hæfni til að stjórna, skipuleggja og undirbúa félagsstarf hjá opinberum aðilum og frjálsum félögum. Kenndar eru ýmsar greinar eins og frítímafræði, sálfræði, fjölskyldufræði og skapandi starf. Hægt er að velja á milli valsviða eftir því hvort nemendur vinna með börnum / unglingum eða fullorðnum / öldruðum.

Kennsla fer fram í dreifnámi.

NÁMSBRAUT FYRIR SKÓLALIÐA, STUÐNINGSFULLTRÚA Í GRUNNSKÓLUM OG LEIÐBEINENDUR  Í LEIKSKÓLUM
Finnst þér börn skemmtilegt fólk? Viltu verða hæfari starfskraftur? Viltu afla þér hagnýtrar starfsmenntunar á tiltölulega stuttum tíma? Markmið námsins er að veita þekkingu og færni til starfs með börnum í námi og leik. Lögð er áhersla á námsgreinar eins og sálfræði, siðfræði, uppeldisfræði og mikilvægi samskipta í starfi með börnum. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi hreyfingar og leikja í námi og þroska barna.

Kennsla fer fram í dreifnámi.

VIÐBÓTANÁM FYRIR LEIKSKÓLALIÐA

Frekari upplýsingar um skipulag námsins má sjá á http://www.bhs.is/namid/brautir/dreifnam/