Fjallað er um helstu frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar greinarinnar. Áhersla er lögð á að kynna frumkvöðlanna Durkheim, Marx og Weber og hvernig kenningar þeirra og hugtök hafa myndað þau þrjú meginsjónarhorn félagsfræðinnar sem kennd eru við samvirknikenningar, átakakenningar og samskiptakenningar. Sérstök áhersla er lögð á að fjalla um táknræn samskipti í samfélaginu út frá kenningum Goffmans og Meads. Hugtökin frávik, afbrot, kynhlutverk sjálfsmynd og lagskipting mynda uppistöðu í greiningu áfangans á ýmsum samfélagslegum málefnum og rannsóknum. Þá er áhersla lögð á að nemendur öðlist dýpri skilning á félagsfræðilegum hugtökum s.s. viðmiðum, gildum, félagslegu taumhaldi, hlutverkum og stöðum sem kynnt eru í FÉL 103 og setji þau í fræðilegra samhengi í tengslum við málefni líðandi stundar. Námsmat er í formi okaprófs, ritgerða- og verkefnavinnu úr námsefni og öðru tilfallandi efni. Stærsti hluti námsmatsins er verkefna- og annareinkunn nemandans.