Meginþemu áfangans tengjast daglegu lífi, atvinnu, ferðalögum og liðnum atburðum. Áfram er unnið með alla færniþætti, tal, hlustun, lestur og ritun. Jafnhliða nýju efni er námsefni fyrri áfanga rifjað upp. Áframhaldandi nám er í málfræði og uppbyggingu málsins, munnlega og skriflega. Tal og hlustun eru æfð með hlustunar-, framburðar- og talæfingum. Fengist er við ýmiss konar lestexta. Nemendur rita sjálfir stutta texta af ýmsu tagi út frá viðfangsefnum áfangans. Menning, staðhættir og siðvenjur í frönskumælandi löndum eru kynnt betur og er þar m.a. stuðst við ítarefni s.s. kvikmyndir, fræðsluþætti og tónlist. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og þjálfun í upplýsingaöflun.