Frönsk tónlist, bókmenntir, fjölskyldumál, búseta í borg/sveit eru meðal viðfangsefna. Unnið er áfram með alla færniþætti, lestur, hlustun, tal og ritun. Að mestu leyti er lokið við að fara yfir undirstöðuatriði franskrar málfræði. Nemendur skrifa texta af ýmsu tagi. Hvatt er til enn meira sjálfstæðis í vinnubrögðum og að nemendur nýti sér hjálpargögn s.s. orðabækur, málfræðibækur og Netið við upplýsingaöflun. Fræðsla um staðhætti og menningu sem tengist námsefninu kemur sem fyrr töluvert við sögu.