Leitast er við að skoða manninn út frá mismunandi sjónarhornum mannfræðinnar. Mannfræðin hefur mörg svið og í grófum dráttum má skipta henni niður í líkamsmannfræði annars vegar og félagsmannfræði og menningarmannfræði hins vegar. Byrjað er á því að skoða helstu þætti í þróun mannsins. Síðan er aðaláherslan lögð á félagsmannfræði og menningarmannfræði. Mannfræðingar þreytast seint á því að reyna að útskýra hvað menning er. Skoðaðar eru helstu aðferðir mannfræðinga, svo sem vettvangsaðferð og þátttökuaðferð til þess að nemendur átti sig á hvað menning felur í sér. Þannig kynnast nemendur því sem mannfræðingar hafa verið að segja um framandi samfélög og ekki síður okkar eigin samfélög.