Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um þau gagnvirku áhrif sem móta einstaklinginn og samfélagið. Námið er að verulegu leyti hugtakanám. Fjallað er um félagsfræðina sem fræðigrein og námsgrein og helstu frumkvöðla hennar. Lærð eru helstu hugtök félagfræðinnar sem notuð eru í umræðu um samfélög og þróun þeirra, svo sem félagmótun, fjölskylda, menning, hagkerfi og stjórnmál. Fjallað er um þróun helstu þátta íslensks samfélags og megineinkennum þess lýst. Markmiðið er að nemandinn öðlist þekkingu og skilning á félagslegu umhverfi sínu nær og fjær. Stuðst er við kennslubók, myndmiðla, Netið, ljósritað efni, gestir koma í heimsókn og farnar eru vettvangsferðir. Lokapróf, heimavinna og verkefni, hugtakanám og mætingar. Hópverkefni og vinnulag (ástundun, virkni, frumkvæði) eru metin inn í annareinkunn.